fimmtudagur, mars 30

the way u look tonight...




Lífið er hverfult, sagði skáldið og drukknaði.

Ég er farin að meta djazz.
Miles Davis varð kúrufélagi í kvöld.
Ég set hann sjálf á fóninn og kveiki á kertum.
Ég er meira að segja farin að meta saxafón, eitthvað sem ég sá ekki fyrir að myndi gerast.
(elsa mín, þínir ljúfu tónar á blásturhljóðfæri eru að sjálfsögðu undanskildir, mér hefur alltaf fundist þú og hann helgi þinn minn skemmtilegt tónlistar innlegg)

Gott ef ég datt ekki bara í smá kalipsó með honum Harry nokkrum Belafonte... daylight come and we wanna go hooommmeeeeee....

ég hef ákveðið að reyna ganga hin strembna veg ávaxta.
ég byrja hvern morgun á fullri skál af jarðaberjum, bláberjum, vínberjum, rúsínum, múslí, eplum og AB mjólk.. þessu skola ég svo niður með hálfum líter af grænu tei með ginko í og kannski lýsispillu ef eg er í ekstra miklu stuði.

ég er enn í áfalli eftir að naflalokkurinn hvarf inn í ekki-innfallinn magann og ég sá appelsínuhúð á lærum og rassi...

þó má ekki skiljast að ég se í megrun, alls ekki. ég bý svo vel að fá Bónus styrk í hverjum mánuði þannig að hann faðir minn svarthöfði valdi þessa hollustu ofan í mig.
hann vill að stelpan hans verði stór og sterk...sérstaklega þegar deginum er eytt á rassinum fyrir framan skólabók...

ég þol bið mjög illa.
sumir vilja kalla það óþolinmæði.
ég kalla það að þola bið illa.
orðaleikir er eitthvað sem fólk á að temja sér, hence, ég þoli illa að bíða.
það er nú þannig að það er fátt sem ég get sýnt biðlund með, svoleiðis er það bara.
t.d. ég skelli á ef fólk svarar ekki eftir 4 ring ring, ég stari á símann þangað til hann pípir ef ég var að senda svar við sms, ég vil að strætó komi strax en ekki 7 mín á eftir áætlun, ég vil fá strax aðgang að manneskjunni sem ég var búin að bóka viðtal hjá og ég vil fá svar við spurningunum mínum á staðnum...
þetta hefur óneitanlega orðið mér nokkuð til trafala í lífinu en einnig ýtt undir vissan stíl í vinnubrögðum, gallar og kostir á fljótfærni.
helst ekki að það að vera fljótfær og biðtímaofnæmi?

í dag fór ég á fyrirlestur hjá honum Magnúsi Þ. Berharðssyni um stöðu mála í Írak og Íran og hvað er í raun og veru að gerast þarna niðureftir og hver líkleg þróunin er.
það er nú einu sinni þannig að ég veit ekkert um þessi mál. ég þoli ekki að vita ekki, reyndar er það eitt einkenni bogamannsins en hvað um það, ég þoli ekki að geta ekki verið með í samræðum og lagt mitt af mörkum...
það voru merkir menn að hlýða á þennan merka mann, svo ég sletti nú og slái um þá voru Jón Baldvin og frú hans Schram á svæðinu...sem og einhver fréttastöð....og toppar úr atvinnulífinu...
Afi Gaui, pabbi hennar mömmu, hann var og er mikill krati. Þegar afi varð sextugur var slegið upp mikill veislu. Ég var þá 11 ára, minnir mig, og lítið ljóðelskandi barn sem vissi fátt betra en að stinga af úr sumarbustaðnum hjá ömmu og afa og fara í Kerið og semja einn ástaróður eða svo. Í afmælið hans afa mætti hr.Jón Balvin, gestum til mikillar skemmtunar (minnir reyndar að við séum skyld..). Þar sem mér þótti og þykir óttalega vænt um hann afa minn og finnst mikið til hans koma þá samdi ég honum lítið ljóð í tilefni dagsins. Ég fékk að fara í veisluna um kvöldið og var voðalega fín og prúð, ég hafði gefið honum ljóðið fyrr um daginn, fjölskyldu minnar til mikillar skemmtunar yfir dramatikinni í einu 11 ára barni. Afa fer uppi í pontu og tilkynnir að hann ætli að lesa ljóðið sem að barnabarnið hans Sigga Dögg hafi samið fyrir hann í tilefni dagsins. Nú man ég ekki hvort að ég hafi sjálf lesið það upp eða afi gert það, en ég man eins og hefði gerst í gær, hversu mikið mér brá. Ég man eftir hitnum í kinnunum og auknum hjartslætti og svita í lófum. Ég var eins og áður segir dramatískt barn, útrás fyrir allt þetta tilfinningakraum var að fara að hágráta og hlaupa útúr salnum þegar afi sagði fyrir framan alla og í míkrafóninn "sigga mín, þú ert mikið skáld, æ lov jú darling" og smellti svo einum á kinnina mína.
Jón Baldvin gekk seinna að mér um kvöldið og hrósaði ljóðinu mínu og sagði að afi væri heppinn.
Í hvaða röð þetta allt saman gerðist og hver sagði og gerði hvað skiptir ekki öllu máli, ég man bara að ég fór að hágráta þegar afi sagði -æ lov jú darling- svona eins og afi segir einmitt alltaf; oftast samt fylgir einn dans við Lónlíblúbojs....
þessi minning kom ljóslifandi tilbaka til mín þegar Jón Baldvin vitnaði í Der Spiegel á erindinu í dag...

Mamma var að lána mér yndislega bók og skylda ég hér með öllum til að lesa hana. Bókin heitir Kartítas og er eftir Kristín Marju Baldursdóttir. Þetta er sagan hennar Karítasar við aldamótin og inn á tæpa miðja tuttugustu öld á Íslandi. Ég eyddi laugardagsnóttinni hlæjandi og grátandi með bókinni. Ég óska þess að ég muni einhver tíma hafi þau áhrif á einhvern að hann hlæji og gráti í sama kaflanum á laugardagskveldi kl.3 um nóttinu..

annars er vikan búin að einkennast af samskiptum og sálrænum stuðningi eins og það kallast víst. ég er mikið búin að vera með stelpunum, unnur mín var svo yndisleg að koma með tikkamarsala frá austurlandahraðlestinni ásamt naanbrauði í gær handa mér (veit fátt betra í þessum heimi...). ég er búin að vera á námskeiðum hjá Rauða Krossinum og verð alla helgina og svo fór ég í langa ráðgjöf vegna BA verkefnis... maður er farin að leiða hugann að verkefninu og víst ekki seinna en vænna... mjög spennandi...
hvað tekur svo við verður bara að koma í ljós; ég er bara á öðru ári :)

ég og sunna mín erum í framboði sem nemendaráðgjafar í kosningum Animu sem fara fram annað kvöld. Ótrúlega skrýtið að það skuli vera komið ár frá því að ég stóð sveitt og stressuð í 101 Odda að sannfæra fólk um að kjósa mig til formanns þó ég hefði ekki mætt á neinn viðburð og bara eina vísindaferð...

það togast á í mér tveir pólar.
einn daginn langar mér að helga lífi mínu í rannsóknum á fyrirbærinu ástarsorg en hinn daginn langar mig að kanna streitulevel forstjórra stórfyrirtækja svo daginn eftir það langar mig að færða unglinga um kynlíf og svo kannski klst seinna langar mig að vera wedding planner og svo líða 8 mín og mig langar að gera mörg verkefni eins og í The Apprentice... tala nú ekki um ef ég legg mig og mig fer að dreyma um vinnustaðagreiningar og hvernig má auka skilvirkni starfsmanna og afhverju helmingur hjónabanda endi með skilnaði?
klíník og business...
ég hef talið sjálfri mér trú um að það sé best að geyma klíník þangað til ég verð stór og sterk í höfðinu og vera í business á meðan ég er ung og gröð í hraða og stórborgir; skynsamlegt, ekki satt?

þetta er týpískur morgun hjá mér.. bara leyfa fólki að vera með í morgni í lífi sigríðar...
þegar þú vaknar á morgun þá veistu að um áttaleytið var þetta sjónarhornið mitt...
systir mín gaf mér þessa yndislegu tekönnu í jólagjöf og mamma gaf mér bollann..voðaleg mikil dama í te drykkjunni minni..
amma malla gaf mér borðið þannig ég er voðalega stolt af mér að nota coasters undir könnuna og bollann, arna var svo góð að gefa mér það í jólagjöf :)
(borgar sig að gera lista gott fólk!!)
mér finnst svo pro að nota coasters, ég er orðin alveg coaster sjúk ef svo má orða það...

kannski best að ég farið að skoða OBM aðferðir í vinnusálfræði og rannsóknir á vinnutengdu stressi...
helginni verður varið í kosningadjammi, hjúkrun litla brósa sem fékk gat á höfuðið sitt og er með 12 spor saumuð, heimsókn á Matur og Vín 2006 þar sem pabbi er að kynna, námskeið í símsvörun hjá Rauða Krossinum, ritgerðaskrif með aðstoð Svölu systir mömmu og loks kúri hjá englinum henni Jónu minni...

p.s. ég tek tilbaka allt sem ég hef sagt um það séu bara til ljótar lessur, það eru víst fullt af heitum og sætum lesbíum til á 101..

mundu mig
ég man þig
lifðu vel og lengi
en ekki í fatahengi

siggadögg
-sem saknar vinkvenna og frænku sinnar í útlöndum-

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey ég á fallegan kertastjaka sem er skreyttur með efstu myndinni og á meira að segja tvo í viðbót skreyttir með verkum eftir sama málara..gaman að því..annars er í fréttum að ég er búin með bs-inn..

Nafnlaus sagði...

Þú ert ekkert að grínast :) Frekar en fyrri dagin ..... Magnað

Nafnlaus sagði...

hvað meinaru?
siggadögg

Nafnlaus sagði...

Finnst þú bara hugsa um svo magnaða hluti :)

eks sagði...

já hún sigga er magnaður hugsuður :) Mikið rosalega er kósý hjá þér, sé að ég verð að fara að drulla mér í heimsókn einn góðan daginn! Svoldið fyndið með Karitas, mamma mín er neflilega búin að vera að reyna að láta mig lesa hana núna síðustu 3 mánuði, og ég ekki en byrjuð :) Og talandi um fatahengi.... þá var ég að spila á borginni á fimmtudaginn, og það var verið að rífa niður fatahengið okkar!!!!! Gaman að sjá þig í flugumynd í dag
ONE LOVE ;)

Nafnlaus sagði...

hae sigga min eg fer allveg ad koma heim forum i klippingu og stripur hja siggu i mai og svo kemur tu kannski til boston i juli
love auntie

Nafnlaus sagði...

víiiiiii...
elsan mín..ofsalega góða helgi ástin mín :)
eiríka mín, hvenær kemuru heim?? mig langar rosalega að fara 11.maí til Siggu í klipp og stríp :) hlakka mikið til...

afhverju kommentar fólk ekki undir nafni? en já, magnað...

siggadögg

Nafnlaus sagði...

Karítas er yndisleg persóna jafnt sem bók!! sjaldan sem maður finnur bækur sem halda manni hugföngnum... annars bara gott að frétta, alltaf gaman á Spáni... heyrumst og sjáumst...
Oddný í BCN

Nafnlaus sagði...

ég finn ekki orð til þess að lýsa því hvað mér finnst síðan þín yndisleg..

þú nærð alltaf að láta mig hugsa aðeins lengra einhvern veginn..

æiii ég er að bulla..

kv. þórunn